Upptökur / hljóðvinnsla |
Við veitum góða þjónustu fyrir allar almennar upptökur og hljóðvinnslu, hvort sem um er að ræða upptökur á grunnum eða fullvinnslu tónlistar til útgáfu og flutnings í útvarpi. Tökum einnig að okkur lagasmíði frá grunni eftir óskum. Ef þú ert lagasmiður og átt jafnvel aðeins lag á textablaði þá getum við hjálpað þér að útsetja og fullvinna lagið frá grunni og útvegað hljóðfæraleikara eftir þörfum.
Upptökurýmið er einstaklega vel hannað með stillanlegum hljóm-panelum. Þannig næst góður hljómburður, bæði til að ná hlýjunni úr acoustic hljóðfærum og slagverki eða dempuðum hljómburði fyrir t,d popp/rokk trommur. Jafnframt er möguleiki á að taka upp samtímis í tveimur öðrum rýmum samhliða upptökurýminu. T,d fyrir bassa/gítarmagnara samhliða trommu upptökum. Stjórnrýmið er rúmgott með góðri vinnuaðstöðu sem hentar vel fyrir hljóðblöndun og masteringu. Þar er einnig góð aðstaða fyrir hlustun. |